Um mig

Ég heiti Dóra og mig langar að deila með ykkur vegan uppskriftum og hugmyndum af hollu snarli. Vegan fæði inniheldur engar dýraafurðir og samanstendur af baunum, korni, ávöxtum, berjum, grænmeti, hnetum, fræjum og þara.

Ég ákvað að gerbreyta eldhúsinu mínu og elda aðeins vegan mat eftir að ég kynnti mér aðstæður dýra í matvælaframleiðslu árið 2011. Stuttu síðar varð ég ófrísk og fékk staðfest hjá lækni að vegan fæði er nógu næringarríkt fyrir öll aldursskeið, meðgöngu, brjóstagjöf og einnig fyrir íþróttafólk. Það gladdi mig líka að læra að þeir sem eru grænmetisætur eða vegan eru að meðaltali léttari og fá síður lífsstílssjúkdóma. Ég sá heimildarmyndir eins og Forks Over Knives, Vegucated og Cowspiracy og sannfærðist um að þetta yrði ein skemmtilegasta og mikilvægasta ákvörðun lífs míns. Hér á síðunni mun ég deila því sem er í matinn hjá okkur, njótið vel.

 

Dóra1