Pastasalat

IMG_0231

IMG_0219

Pastasalat er frábært í brunch og nesti. Það má í rauninni nota hvað sem er í pastasalat en þessi blanda er í uppáhaldi. Mér finnast sólþurrkaðir tómatar, ólífur og baunir alveg ómissandi. Ef þið saknið þess að hafa pepperoni eða skinku í salatinu má notast við Tofurkey álegg. 

Lesa meira

Spaghetti bolognese

Þegar ég ákvað skipta yfir í vegan eldamennsku saknaði ég spaghettis með kjötsósu. Þessi spaghettiréttur kemur algerlega í staðinn fyrir gömlu feitu kjötuppskriftina mína. Í stað linsubauna má nota steikt soyahakk, ég hef prufað td. Tofurky hakk frá Góðri heilsu og fannst það mjög gott. Lesa meira