Gul linsusúpa

IMG_0202Þessi súpa er í miklu uppáhaldi á mínu heimili svo við eldum hana nokkuð oft. Hún er líka sérlega einföld og ódýr. Ég passa að eiga alltaf rauðar linsur og kókosmjólk í skápunum til að vera sem fljótust að setja saman einfalda og góða rétti eins og þennan. Uppskriftin er úr bókinni Grænn kostur Hagkaupa Lesa meira

Kartöflumús

Þessi kartöflumús er alveg jafn einföld og pakkamús en mun hollari og betri. Hún inniheldur hvorki smjör né sykur svo að það má skófla henni í sig að vild. Hún er mjög góð með steiktum portobellosveppi og brúnni sveppasósu. Ég hef líka borið hana fram með grænmetissnitcheli sem fæst í Góðri heilsu á Njálsgötu 1 í Reykjavík. Uppskriftin er frá Happy Herbivore Lesa meira

Pakistanskur pottréttur

Þessi heiti réttur er tilvalinn á köldu vetrarkvöldi því hann er bragðmikill og mettandi. Þetta er eini rétturinn sem ég nota kardimommuduft í en það gefur alveg einstakt framandi bragð.

Aðlagað úr bókinni Grænn kostur Hagkaupa Lesa meira