Tarka Dahl

Frá veitingahúsinu Piano í Granada á Spáni
Þessi réttur er í miklu uppáhaldi hjá mér. Uppskriftin er stór og geymist vel í ísskáp. Rétturinn fer vel með hefðbundu meðlæti eins og kartöflum, sósu og salati. Þess vegna er snjallt að nota hann í staðin fyrir kjöt í hefðbundu matarboði. Leggðu Tarka Dahlið á borðið í skál og það tekur enginn eftir því að grænkerarnir fá sér Dahl í stað kjötsneiðar. Lesa meira

Rautt linsubauna Dahl

Þetta Dahl er reglulega í matinn hjá okkur. Ég passa mig að eiga alltaf rauðar linsubaunir, tómatmauk og krydd í búrskápnum, þá þarf ég ekkert nema 1 tómat og 1 lauk til að geta hrist fram dýrindiskvöldmat. Við berum réttinn fram með soðnu bulghur, quinoa eða hýðishrísgrjónum. Uppskriftin er frá Happy herbivore. Lesa meira