Ghana Palak Masala

IMG_0408

Chana Palak Masala er einskonar indversk súpa með kjúklingabaunum og spínati. Kryddblandan gefur alveg einstakt bragð sem fær mann til að fá sér aftur og aftur á diskinn. Þetta er einn af þessum sniðugu réttum sem hægt er að setja saman á tíu mínútum úr því sem til er í skápunum. Rétturinn er fyrir 2-3. Uppskriftin er frá Happy Herbivore  Lesa meira

Svartbauna og salsasúpa

Þessi súpa gæti ekki verið einfaldari og ódýrari. Hún er líka mjúk, bragðgóð og mettandi, alveg ómissandi í uppskriftasafnið. Uppskriftin er frá Happy Herbivore. Lesa meira

Spænsk Tortilla (eggjakaka án eggja)

Frá spænska veitingahúsinu Piano í Granada á Spáni
Það vita það kannski ekki margir en það má vel búa til eggjakökur úr kjúklingabaunamjöli (Gram flour) í stað eggja. Aðferðin er alveg jafn einföld og að brjóta egg í skál. Þú setur nokkrar matskeiðar af kjúklingabaunamjöli í skál og hrærir vatni saman við þar til blandan minnir á egg. Svo má setja smá salt og túrmerik útí til að fá gula litinn. Ég á spænska fjölskyldu og okkur finnst Tortilla algerlega ómissandi. Ég reyni oftast að forðast unnar fitur eins og ólífuolíu, ég vil frekar borða fituna í sínu upprunalega formi. En til að fá góða spænska Tortillu þarf að baða sig aðeins í olíunni. Ég reyni að bera Tortilluna fram með stóru salati og fá mér bara litla sneið en það gengur aldrei. Hún er einfaldlega of góð. Eitthvað verður maður nú að leyfa sér : ) Lesa meira

Tarka Dahl

Frá veitingahúsinu Piano í Granada á Spáni
Þessi réttur er í miklu uppáhaldi hjá mér. Uppskriftin er stór og geymist vel í ísskáp. Rétturinn fer vel með hefðbundu meðlæti eins og kartöflum, sósu og salati. Þess vegna er snjallt að nota hann í staðin fyrir kjöt í hefðbundu matarboði. Leggðu Tarka Dahlið á borðið í skál og það tekur enginn eftir því að grænkerarnir fá sér Dahl í stað kjötsneiðar. Lesa meira

Spaghetti bolognese

Þegar ég ákvað skipta yfir í vegan eldamennsku saknaði ég spaghettis með kjötsósu. Þessi spaghettiréttur kemur algerlega í staðinn fyrir gömlu feitu kjötuppskriftina mína. Í stað linsubauna má nota steikt soyahakk, ég hef prufað td. Tofurky hakk frá Góðri heilsu og fannst það mjög gott. Lesa meira

Rautt linsubauna Dahl

Þetta Dahl er reglulega í matinn hjá okkur. Ég passa mig að eiga alltaf rauðar linsubaunir, tómatmauk og krydd í búrskápnum, þá þarf ég ekkert nema 1 tómat og 1 lauk til að geta hrist fram dýrindiskvöldmat. Við berum réttinn fram með soðnu bulghur, quinoa eða hýðishrísgrjónum. Uppskriftin er frá Happy herbivore. Lesa meira