Hollráð í vegan eldhúsinu

Hér er smá listi af hollráðum til að forða ykkur frá einhverjum af þessum yndislegu mistökum sem maður gerir sem nýgræðingur í eldhúsinu.

Spínat: Spínatið á að vera vel grænt þegar það er keypt og pokinn á helst ekki að innihalda nein blaut lauf. Blautu laufin lykta stundum illa og hafa slæm áhrif á innihaldið. Spínat geymist betur ef eldhúspappír er látinn liggja í pokanum í ísskápnum og pokanum er lokað með klemmu. Það má líka auðveldlega frysta spínat í plastboxi til skammst tíma. Það verður alveg jafn gott í þeytinginn eða súpuna og laufin halda sínu formi nokkuð vel. Ef nota á spínatið í salat er snjallt að setja það í bunka á skurðarbretti og skera í ræmur. Þannig verður auðveldara að tyggja salatið. Ágætt er að hafa í huga að sumar spínattegundir hafa hlutlaust sætt bragð, aðrar eru aðeins beiskari.

Að þrífa blandara: Skola skálina bara létt í vaskinum. Síðan má fylla hana til hálfs af vatni, loka og setja af stað. Blandarinn þrífur sig næstum því sjálfur! Svo þurrkar hann sér vel í uppþvottagrindinni.

Rauðar (appelsínugular) linsubaunir:
Þurfa ekki að liggja í bleyti, þótt svo segi á pakkanum. Suðutími er um það bil 15 mínútur í súpum og pottréttum.

Hunangsmelóna (Cantalupe): Mjög sniðugt millimál. Maður sker hunangsmelónuna í tvennt, og skefur fræin úr með lítilli skeið. Síðan er sniðugt að taka flata skeið td. þessa úr salatáhöldunum og skafa allt innihaldið úr í einu lagi. Þá ertu kominn með tvær hálfar kúlur. Leggja þær á bretti, skera í bita með stórum hníf og setja í krukku eða box. Borðist kalt með gaffli. Melónukjötið á ekki að vera hart eða súrt heldur svoltið mjúkt og sætt á bragðið.

Vatnsmelónur: Sniðugt millimál, best að borða það kalt. Skera melónuna í tvennt. Leggja hana á brettið með sárið niður, skera í sneiðar, skera sneiðarnar í tvennt. Þá ertu kominn með handhæga þríhyrninga sem hægt er að bera fram kalda á diski. Borðist með servíettu.

Avocado: Hvenær er það þroskað? Avocado er þroskað þegar það gefur örlítið eftir og er byrjað að vera brúnt á litinn. Óþroskað avocado er hart og grænt en svo verður það brúnna og mýkist eftir því sem það þroskast meira. Það á ekki að vera svarbrúnt, mjúkt eða hafa stóra svarta bletti. Ef það er geymt á borði þá þroskast það hraðar. Ef þú ætlar ekki að nota það strax er sniðugt að geyma það í ísskáp til að hægja á þroskanum. Maður sker avocadoið í tvennt og tekur steininn úr með skeið. Það má alls ekki taka steininn úr með hnífi því að eftir að avocado fór að vera vinsælt á vesturlöndum, hefur heimsóknum á slysadeild fjölgað. Alveg satt. Avocado er aðaluppistaðan í guacamoli mauki. Til að maukið geymist betur má setja avocadostein í skálina. Það á víst að varna því að það verði brúnt um leið.

Sellerí: Er algengt í súpum og pottréttum. Það er frekar sterkt á bragðið hrátt en gefur gott bragð í heitum réttum. Oftast þarf ekki nema eina grein af sellerí í eina uppskrift. Í matvöruverslunum má brjóta grein af selleríhausnum og kaupa hana eina og sér. Þú þarf ekki að kaupa heilt höfuð af sellerí. Mikið var mér létt þegar ég uppgötvaði þetta.

Ef uppskriftin gerir ráð fyrir frosnum banönum, þá er átt við þetta: Þú tekur bananann úr hýðinu, skerð hann í bita og setur hann í poka eða box í frystinn. Að frysta banana í hýðinu er ekki góð hugmynd.

Brokkoli er frábært meðlæti. Það þarf í rauninni ekki að sjóða það. Þú sýður vatn í potti og skerð brokkolíið í handhæga bita á meðan. Síðan seturðu brokkólíið í heitt vatnið og telur uppá tíu. Brokkólíið verður skærgænt um leið. Þá má taka það uppúr og bera það fram á diski. Ég notaði hálfgerðan fiskspaða til að veiða brokkólíið úr vatninu en það má líka nota sigti eða gaffal. Mér finnst gott að setja smá sítrónusafa, salt eða balsamic edik útá brokkóíið þegar ég er búin að setja það á matardiskinn. Passa bara að nota mjöög lítið af því

Þegar spaghetti er orðið soðið þarf að sigta vatnið frá yfir eldhúsvaskinum. Þá er sniðugt að skola spaghettíið snögglega með köldu vatni. Það varnar því að það festist saman. Heilkornaspaghetti eða speltspaghetti er hollara. Ef þér finnst holla spaghettiið ekki gott er sniðugt að sjóða bæði hvítt og brúnt spaghetti saman. Þá finnurðu lítinn bragðmun.

Þurrkaðar baunir: Flestar þurrkaðar baunir þarf að leggja í bleyti yfir nótt eða í 8 – 10 tíma. Morguninn eftir á að skipta um vatn og setja 1/2 tsk af matarsóda í pottinn.  Baunirnar eru soðnar í 40 mín til klst. eða þar til þær kremjast á milli fingra. Vatnið þarf að fljóta vel yfir baunirnar því þær geta tvöfaldast að stærð. Linsubaunir þarf yfirleitt ekki að leggja í bleyti.

Baunir úr dós: Skola þær alltaf í sigti.

Quinoa: Það þarf ALLTAF að skola quinoa vel í sigti. Fræjin eru þakin einskonar dufti eða vörn sem heitir saponin. Það þarf að skola þetta efni burt annars verður sápubragð eða beiskt bragð að quinoanu.

Quinoa sem meðlæti: Skola vel 1 dl af quinoa, steikja stuttlega í ólífuolíu eða smá vatni, taka af hellunni, bæta við 2 dl af vatni, sjóða í 15 mínútur.

Kókosmjólk: Sum kókosmjólk hefur slepjulega áferð, sennilega vegna aukaefna. Skiptið endilega um vörumerki ef þið verðið vör við þetta. Slepjulegar sósur eru ekki eins girnilegar, en alveg jafn góðar. Maukaðir tómatar og kókosmjólk eiga vel saman.

Vegan ostur: Dayia osturinn er vinsælli en Sheesy osturinn. Sérstaklega ef hann á að bráðna í uppskriftinni. Mér finnst Daya smurosturinn mjög góður á brauð.

Ostur í burrito, falafel vefjur og quesadillas: Rifinn Daya ostur gæti verið svarið, en hvað með að nota avocado í staðinn?

Gular hálfbaunir (ekki það sama og rauðar linsur) eru mjög harðar og þurfa langan suðutíma. Helst að liggja í bleyti líka yfir nótt. Mér finnst suðutíminn of langur og hef ekki nennt að nota þetta hráefni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s