Ofveiði og mengun sjávar

Staðan á heimsvísu

 • 80% fiskistofna Evrópusambandsins eru ofveiddir í dag og margir þeirra eru nú þegar í útrýmingarhættu.
 • 90% af stórum ránfiski svosem túnfiski, sverðfiski og hákarli hefur verið eytt nú þegar með ofveiði.
 • 90% af stórum hval og 60% af litlum hval hefur verið eytt með ofveiði.
 • 100 milljónir af hákarli eru veiddar á ári hverju.
 • 100.000 albatrosar (fuglar) drepast á ári hverju vegna fiskveiða.
 • Um 40% af öllum fiskafla er kastað fyrir borð (brottkast) í stað þess að setja hann á markað. Þegar veiða á eina verðmæta fisktegund, lenda ýmis önnur sjávardýr í veiðarfærunum að óþörfu og er kastað dauðum fyrir borð eins og hverju öðru rusli.
 • Rannsókn sem unnin var af Dalhousie háskóla í Canada spáir að árið 2048, eftir aðeins 34 ár, verði enginn ætilegur fiskur í sjónum lengur.
 • Fiskur er mikilvægur fyrir vistkerfið okkar. Við erum að eyðileggja viðkæma fæðukeðju sem varð til yfir milljónir ára. Þegar fiskar ofar í fæðukeðjunni deyja út, er enginn til að borða miðstóru fiskana, svo að þeir éta alla litlu fiskana, og enginn verður eftir til að borða svifið í sjónum. Ef þetta gerist mun sjórinn breytast í SLÍM. Það eina sem lifir í þess háttar slími eru bakteríur. Veröldin yrði gerbreytt.
 • Súrnun sjávar: Er ein alvarlegasta ógn sem steðjar að lífríki sjávar. Orsökin er útblástur koltvíoxíðs af mannavöldum. Frekari upplýsingar má finna hér.

 

Staðan á Íslandi

 • Þrátt fyrir yfirlýst markmið íslenskra stjórnvalda um að vera leiðandi í málefnum hafsins og fyrirmynd annarra þjóða í málaflokknum, þá á Ísland ekki aðild að fjölmörgum alþjóðasamningum sem varða varnir gegn mengun sjávar frá skipum. Tíu alþjóðlegir samningar, viðbætur og bókanir sem tengjast Alþjóðasiglingamálastofnuninni (IMO) og fjalla um varnir gegn mengun frá skipum hafa ekki verið staðfestir. Ísland framfylgir heldur ekki öllum þeim samningum sem þegar hafa verið staðfestir. Ríkisendurskoðun hefur sent Alþingi skýrslu um málið og hvetur til úrbóta. Sjá Fréttablaðið, 4. desember 2014.
 • Árið 2010 komu um 43% af aflaverðmæti íslenska fiskiskipaflotans úr botvörpum. Önnur mikilvæg veiðarfæri eru flotvörpur og lína. Botnvarpan er umdeilt veiðarfæri því hún er talin hafa slæm áhrif á lífríkið við sjávarbotn með því að eyðileggja þar ýmis samfélög. Má til dæmis nefna kaldsjávarkórallinn Lophelia pertusa sem er útbreiddur í norðurhluta Atlantshafs og finnst bæði við Noreg og við Ísland. Kórallinn er mikilvægt búsvæði fyrir ýmsar fisktegundir og eyðilegging hans getur því haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir lífríki sjávar.
 • Súrnun sjávar er mun hraðari við Ísland, vegna þess hversu norðanlega það er á jörðinni. Fyrir Ísland, sem byggir afkomu sína á sjávarfangi, gæti súrnun sjávar verið mun alvarlegra vandamál en hlýnun jarðar.
 • Búið er að banna brottkast á Norðurlöndum og ESB er í aðlögunarferli. Á Íslandi er áskorun að halda brottkasti niðri. Árið 2009 fór um 13% veiddrar ýsu í sjóinn í stað þess að fara á markað. Hafrannsóknarstofnun hefur sjálf viðurkennt að stunda brottkast en segir það vera af illri nauðsyn.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s