Tarka Dahl

Frá veitingahúsinu Piano í Granada á Spáni
Þessi réttur er í miklu uppáhaldi hjá mér. Uppskriftin er stór og geymist vel í ísskáp. Rétturinn fer vel með hefðbundu meðlæti eins og kartöflum, sósu og salati. Þess vegna er snjallt að nota hann í staðin fyrir kjöt í hefðbundu matarboði. Leggðu Tarka Dahlið á borðið í skál og það tekur enginn eftir því að grænkerarnir fá sér Dahl í stað kjötsneiðar. Lesa meira

Rautt linsubauna Dahl

Þetta Dahl er reglulega í matinn hjá okkur. Ég passa mig að eiga alltaf rauðar linsubaunir, tómatmauk og krydd í búrskápnum, þá þarf ég ekkert nema 1 tómat og 1 lauk til að geta hrist fram dýrindiskvöldmat. Við berum réttinn fram með soðnu bulghur, quinoa eða hýðishrísgrjónum. Uppskriftin er frá Happy herbivore. Lesa meira

Pakistanskur pottréttur

Þessi heiti réttur er tilvalinn á köldu vetrarkvöldi því hann er bragðmikill og mettandi. Þetta er eini rétturinn sem ég nota kardimommuduft í en það gefur alveg einstakt framandi bragð.

Aðlagað úr bókinni Grænn kostur Hagkaupa Lesa meira

Afrískur pottréttur

Aðlagað úr bókinni Grænn kostur Hagkaupa

Þetta er einn af fyrstu grænmetisréttunum sem ég prufaði að elda og ég fékk algert æði fyrir honum. Þessi pottréttur er bestur daginn eftir eldun og það er auðvelt að frysta hann. Í stað gulróta má líka nota sætar kartöflur eða grasker (butternut squash). Mér finnst gott að bera hann fram með avocadosneiðum og brauði til að kæla aðeins bragðlaukana. Annars er hann bara fínn einn og sér. Lesa meira