Marokkóskt kúskús

IMG_0658 IMG_0649 IMG_0645 IMG_0637 IMG_0628

solskinsskosa_mid

Kúskúsréttir eru bæði góðir sem aðalréttir og sem meðlæti og sóma sér vel á hlaðborði. Við borðum réttinn með spínati og sólskinssósu. Uppskriftin er úr einni af uppáhalds bókunum mínum The Kind Diet eftir Aliciu Silverstone. Alicia segir skemmtilega frá og útskýrir hvernig hún sjálf gerðist vegan. Bókin er stútfull af fróðleik um næringu og heilsu.  Skammturinn er fyrir um sex manns.

Lesa meira

Pastasalat

IMG_0231

IMG_0219

Pastasalat er frábært í brunch og nesti. Það má í rauninni nota hvað sem er í pastasalat en þessi blanda er í uppáhaldi. Mér finnast sólþurrkaðir tómatar, ólífur og baunir alveg ómissandi. Ef þið saknið þess að hafa pepperoni eða skinku í salatinu má notast við Tofurkey álegg. 

Lesa meira

Spaghetti bolognese

Þegar ég ákvað skipta yfir í vegan eldamennsku saknaði ég spaghettis með kjötsósu. Þessi spaghettiréttur kemur algerlega í staðinn fyrir gömlu feitu kjötuppskriftina mína. Í stað linsubauna má nota steikt soyahakk, ég hef prufað td. Tofurky hakk frá Góðri heilsu og fannst það mjög gott. Lesa meira

Pad Thai á sex mínútum

IMG_0040Þessi réttur er ótrúlega einfaldur, fljótlegur og bragðgóður. Það er svo gott að geta dregið hann fram úr skápunum þegar gleymst hefur að versla í matinn. Ég á alltaf núðlupakka, frosið grænmeti og viðeigandi sósur í skápunum til að bjarga okkur fyrir horn á annríkum dögum. Eldunartíminn er undir 10 mínútum svo það er ekki verra. Uppskriftin er frá Happy Herbivore. Lesa meira