Hver og einn á sitt uppáhalds salat býst ég við. Fyrir þá sem elska sólþurrkaða tómata eins og ég þá er þetta salat algert sælgæti. Lesa meira
Flokkaskipt greinasafn: Aðalréttir
Sushi
Burritos
Burritos eða tortilla vefjur eru í miklu uppáhaldi hjá okkur. Mig langaði að deila með ykkur hvernig maður getur útbúið góðar vefjur án þess að nota kjöt eða mjólkurafurðir. Hér eru nokkrar hugmyndir að fyllingu. Lesa meira
Linsusúpa Ebbu Guðnýjar
Kæru vinir. Hún Ebba Guðný er alger snillingur. Þessi uppskrift er úr bókinni “Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða”. Við erum svo stálheppin að hún eldar súpuna fyrir okkur í þessu fína myndbandi á mbl.is. Horfið endilega á og fræðist. Súpan er einföld, ódýr, holl og góð. Hvað getur maður beðið um meira? Lesa meira
Gul linsusúpa
Þessi súpa er í miklu uppáhaldi á mínu heimili svo við eldum hana nokkuð oft. Hún er líka sérlega einföld og ódýr. Ég passa að eiga alltaf rauðar linsur og kókosmjólk í skápunum til að vera sem fljótust að setja saman einfalda og góða rétti eins og þennan. Uppskriftin er úr bókinni Grænn kostur Hagkaupa Lesa meira
Ghana Palak Masala
Chana Palak Masala er einskonar indversk súpa með kjúklingabaunum og spínati. Kryddblandan gefur alveg einstakt bragð sem fær mann til að fá sér aftur og aftur á diskinn. Þetta er einn af þessum sniðugu réttum sem hægt er að setja saman á tíu mínútum úr því sem til er í skápunum. Rétturinn er fyrir 2-3. Uppskriftin er frá Happy Herbivore Lesa meira
Svartbauna og salsasúpa
Þessi súpa gæti ekki verið einfaldari og ódýrari. Hún er líka mjúk, bragðgóð og mettandi, alveg ómissandi í uppskriftasafnið. Uppskriftin er frá Happy Herbivore. Lesa meira