Ástæður þess að fólk ákveður að forðast dýraafurðir eru margvíslegar. Flestir velja vegan fæði til að bæta heilsuna, fyrir umhverfið eða af dýraverndunarástæðum. Ólíkt því sem sumir kunna að halda er meiri hluti ástæðanna vísindalegar en ekki tilfinningalegar. Vegan fæði er tækifæri til að lifa í samræmi við okkar eigin lífsgildi og hafa jákvæð áhrif á veröldina. Við getum haft bein áhrif á heilsu okkar, umhverfið og aðstæður dýra með því að taka upplýsta ákvörðun um hvað við borðum á hverjum degi.
Auglýsingar
Góðan daginn,
Pottagaldrar koma með vegan kryddblöndu núna í haust. Hún mun heita Vegan fiesta.Ég vona að Vegan fólki muni líka við hana, en hún er sérlega góð fyrir rótargrænmeti.
Bestu kveðjur,
Sigfríð Þórisdóttir