Marokkóskt kúskús

IMG_0658 IMG_0649 IMG_0645 IMG_0637 IMG_0628

solskinsskosa_mid

Kúskúsréttir eru bæði góðir sem aðalréttir og sem meðlæti og sóma sér vel á hlaðborði. Við borðum réttinn með spínati og sólskinssósu. Uppskriftin er úr einni af uppáhalds bókunum mínum The Kind Diet eftir Aliciu Silverstone. Alicia segir skemmtilega frá og útskýrir hvernig hún sjálf gerðist vegan. Bókin er stútfull af fróðleik um næringu og heilsu.  Skammturinn er fyrir um sex manns.

2 bollar (4-5 dl) skrælt barbapabbagrasker, skorið í 2 cm kubba.
2 laukar, skornir í 2 cm kubba.
3 gulrætur, skornar í 2 cm sneiðar.
1 1/2 bolli (3,5 dl) kúrbítur, skorinn í 3 cm kubba.
2 msk ólífuolía
Sjávarsalt
1 1/2 teskeið svartur pipar
1 1/2 bolli (3,5 dl) grænmetiskraftur
2 msk vegan smjör (til dæmis Prima smjör frá Rapunzel)
1/4 teskeið cummin krydd (ekki kúmen)
1/2 tsk saffran þræðir (má sleppa)
1 1/2 bollar (3,5 dl) kúskús
2 saxaðir vorlaukar (bæði hvíti og græni hlutinn)

  1. Hitið ofninn í 190 gráuður.
  2. Setjið saxað grænmetið í á bökunarpappír í ofnskúffu. Bætið við 2 msk ólífuolíu, 1 tsk salti og 1 tsk pipar.
  3. Grillið í 25-30 mínútur og snúið grænmetinu með spaða þegar tíminn er hálfnaður.
  4. Á meðan grænmetið grillast, setjið grænmetiskraftinn í pott og sjóðið.
  5. Takið grænmetiskraftinn af hellunni og bætið vð 2 msk smjöri, 1/2 tsk pipar, 1/4 tsk cummin kryddi, saffrani og salti eftir smekk. Lokið pottinum og látið bíða í 15 mínútur.
  6. Skafið grænmetið af bökunarpappírnum og ofaní stóra skál.
  7. Bætið við öllu kúskúsinu og blandið varlega saman.
  8. Hitið grænmetiskraftinn að suðu og hellið honum síðan yfir grænmetið og kúskúsið í skálina. Lokið skálinni vel með diski og látið standa í 15 mínútur.
  9. Bætið við vorlauknum og hrærið varlega í kúskúsinu með gaffli.
  10. Berið fram td. með spínati og sólskinssósu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s