Einföld hvítbaunasúpa frá heilsukokkur.is

Auður Ingibjörg Konráðsdóttir er lærður kokkur og hefur gefið út þrjár vegan matreiðslubækur.  Við eigum bókina hennar Heilsusúpur og salöt og allt sem  við höfum smakkað þar er ljúffengt  eins og  við má búast. Uppáhaldið mitt er þessi einfalda, fljótlega  súpa. Ég set stundum lúku af fiðrildapasta útí til að gera hana matmeiri. Skoðið endilega  síðuna www.heilsukokkur.is.  Uppskriftina má finna hér. Og hér neðar…. smellið á lesa meira.

1 hvítur laukur
1 sellerýstilkur (það má  brjóta einn stilk af í búðinni,  þarf ekki að kaupa heilan haus)
1 hvítlauksgeiri
2 msk lífræn sólblómaolía (eða ólífuolía, eða 1/4 bolli vatn)
1 rauð eða gul paprika
4 tómatar
2 tsk tómatpúrra
2 tsk timian
1 tsk rósmarin
Salt eftir smekk
½ tsk rósapipar, malaður (eða smá svartur pipar)
2 dl soðnar baunir (td. ein dós skolaðar cannelini baunir)

  1. Steikja lauk, hvítlauk og sellerý í olíu eða vatni.
  2. Skera grænmetið og blanda öllu saman.
  3. Láta  malla í c.a. 10 mín (eða þar til fiðrildapastað ef soðið ef því var bætt útí).
  4. Smakka til með salti.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s