Páskaegg

IMG_0471

Ég ákvað á síðustu stundu að prufa að útbúa vegan páskaegg og keypti páskaeggjamót á 400 krónur í Hagkaup. Úrval af vegan súkkulaði er alveg stórkostlegt og nóg til af því bæði í Bónus og Nettó. Súkkulaðið hennar Sollu finnst mér einstaklega spennandi svosem appelsínusúkkulaði og piparmyntusúkkulaði. Ég braut niður súkkulaðið og bræddi það í lítilli skál sem ég lét fljóta í potti með heitu vatni. Síðan notaði ég skeið til að þekja mótin að innan um þrisvar sinnum. Á milli umferða setti ég eggjamótin í frystinn til að láta súkkulaðið harðna. Þegar ég taldi að eggið væri tilbúið tók ég það varlega úr mótinu. Til að báðir hlutar eggjarins væru jafnir þá setti ég þá á hvolf á volga slétta pönnu. Þannig bráðnaði sárið slétt og hægt var að loka egginu. Að síðustu bræddi ég smá súkkulaði á lágum hita í nestispoka í örbylgjunni, klippti hornið af pokanum af og notaði súkkulaðið sem lím til að festa eggið saman og til að festa litla páskakanínu ofaná til skrauts. Þetta var allt saman mun auðveldara en ég hélt og gekk eins og í sögu. Nóg er til af vegan sælgæti til að fylla eggið dæmi um sælgæti hér og hér.

Ég notaði perubrjóstsykur sem fyllingu og setti tvo málshætti í eggið.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s