Pastasalat

IMG_0231

IMG_0219

Pastasalat er frábært í brunch og nesti. Það má í rauninni nota hvað sem er í pastasalat en þessi blanda er í uppáhaldi. Mér finnast sólþurrkaðir tómatar, ólífur og baunir alveg ómissandi. Ef þið saknið þess að hafa pepperoni eða skinku í salatinu má notast við Tofurkey álegg. 

1/2-1 krukka af grænu pestói frá Himneskt
1 dós svartbaunir, sigtaðar og skolaðar
2 gular eða appelsínugular paprikur skornar smátt
5 niðurskornir vorlaukar
5-10 bitar af sólþurrkuðum tómötum, niðurskornir
grænar steinlausar ólífur skornar í tvennt
200 gr ósoðnar pastaskrúfur
1 box af flúðasveppum, steiktir í vatni og kryddaðir með ítalskri kryddblöndu (oregano, basil, timian, rósmarin) eða eftir smekk.
Montreal Steak krydd frá McCormick (má sleppa)
Salt og pipar eftir smekk

  1. Skerið sveppina í sneiðar og steikið í vatni á pönnu. Kryddið sveppina eftir smekk.
  2. Sjóðið pastaskrúfurnar og sigtið.
  3. Blandið öllu saman. Fyrst pastanu og pestóinu.
  4. Berið fram með fersku salati, og/eða niðurskornu snittubrauði og rauðu pestói.
  5. Saltið og piprið ef ykkur finnst þurfa, eða kryddið með ítalskri kryddblöndu og/eða smá Montreal Steak kryddi frá McCormick.

3 athugasemdir við “Pastasalat

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s