Hamborgarar í flýti

IMG_0147IMG_0137

Ég á þessa hamborgaraþrenningu alltaf í skápnum, ef ég skyldi þurfa að draga fram fljótlega máltíð. Svartbaunir, grófmalað haframjöl og hamborgarakrydd. Hamborgarabrauð geymast líka ágætlega í frysti í stuttan tíma. Mér finnst grófa hamborgarabrauðið frá Bónus gott en lífskornabollurnar frá Myllunni eru í uppáhaldi. Tómatar, gúrkur og tahini eru einnig alltaf til heima svo það er alger óþarfi að hætta sér útí vonda veðrið að versla í matinn fyrir kvöldið.

2-3 borgarar:
1 dós svartbaunir (240 gr skolaðar baunir)
1/2 dl grófmalað haframjöl (læt venjulegt haframjöl í blandara í smá stund, þar til það verður kornótt en ekki að dufti samt)
1/2 tsk laukduft
1/2 tsk hvítlauksduft
2 msk tómatsósa
1 msk sinnep

Álegg:
Tómatsneiðar
Gúrkusneiðar
Lambhagasalat (má sleppa)

Sósur:
Tómatsósa
Sinnep
Gúrku relish (má sleppa)

Mæjónes:
Tahini sósa (Tahini, plöntumjólk og sítrónusafi)
eða vegan mæjónes eða smá hummus.

  1. Skolið svartbaunirnar í sigti og blandið vel saman við haframjölið, tómatsósuna, sinnepið og kryddið. Notið gaffal eða matreiðsluvél. Baunirnar eiga að vera flestar brotnar en ekki allar. Smakkið til og kryddið meira ef þarf.
  2. Búið til 2-3 kúlur og setjið á bökunarpappír í ofnskúffu. Pressið kúlurnar niður í borgara með fingrunum.
  3. Bakið í miðjum ofni á 200 gráðum í 7 mínútur á hvorri hlið. Notið þunnan spaða til að snúa þeim varlega.
  4. Raðið saman borgaranum.

Nokkrar ábendingar:

  1. það má skipta út laukdufti og hvítlauksdufti fyrir hamborgarakrydd eða steikarkrydd eins og Montreal Steak.
  2. Mikið er til af einföldum uppskriftum af vegan mæjónesi, oftast er grunnurinn tófu eða cashew hnetur sem lagðar hafa verið í bleyti. Ég nota tahini því ég á það oftast til. Hér er cashew sósa frá Sollu Eiríks.
  3. Borgarinn geymist vel í ísskáp svo þú getur notað hann í nesti.
  4. Borgarinn er ágætur smábarnamatur einn og sér. Brotinn borgari, skeið og kannski smá tómatsósa…

Uppskriftin er frá Happy Herbivore. Hér má sjá Lindsay útbúa þessa snilld.

Happy Herbivore

IMG_0152

Krúttlegur borgari í nesti, sistema box úr Nettó.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s