Hummus

IMG_0274
Ég nota hummus á allt. Á brauð, hrökkbrauð og flatkökur.  Útá salat, í pítubrauð, í samlokur, í burritos vefjur og bara allt sem mér dettur í hug. Stundum nota ég krukku af hummus sem hádegismat eða snarl. Þá sker ég grænmeti í ræmur og nota hummusinn eins og dýfu. Ýmsar uppskriftir eru í gangi á netinu. Grunnurinn eru kjúklingabaunir og tahini sesamsmjör. Svo má bæta útí þvi sem þér líkar best. Sítrónusafa, hvítlauk, og eitthvað gott krydd eins og cumin, kóriander, paprikuduft eða jafnvel turmerik. Hér er sú uppskrift sem ég nota mest.

200 gr (1 dós) soðnar kjúklingabaunir
1 msk tahini sesamsmjör
1 msk ólífuolía (ég sleppi þessu)
1 tsk cumin krydd
1 msk ferskur sítrónusafi.
1 hvítlauksrif eða 1/4 tsk hvítlauksduft
2 dl vatn
salt eftir smekk

Skolið kjúklingabaunirnar í sigti. Setjið allt í blandara og maukið þar til þið fáið þá áferð sem ykkur líkar. Bætið við vatni ef ykkur finnst hummusinn of þykkur. Það besta sem ég fæ er ristuð brauðsneið með hummus, tómatsneiðum og grófmöluðum pipar!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s