Veislusveppasósan hennar Esterar

Við sem héldum uppá æskujólin með rjómalagaðri sveppasósu viljum helst halda áfram að njóta þess. Jólin væru ekki söm án hennar. Þess vegna leiddu örlögin mig á fund Esterar Ólafsdóttur sem deildi með mér og öðrum þessari þykku VEGAN rjómasósu gott fólk! Og ég fékk leyfi til að deila með ykkur. Vindum okkur í dásemdina.

1-2 msk ólífuolía
1 laukur
1-2 bollar niðurskornir sveppir

1/2 bolli kasjúhnetur
1/2 bolli vatn
400 ml kókosmjólk
1 msk næringarger
1 msk sítrónusafi
1 tsk sjávarsalt
Smá hvítlauksduft

  1. Við notum pönnu, pott og blandara við þessa uppskrift.
  2. Setjið ólífuolíuna á pönnuna ásamt lauknum og sveppunum og látið meyrna. Leggið til hliðar.
  3. Setjið kasjúhneturnar og vatnið í blandarann og maukið. Þegar hneturnar eru alveg malaðar og hafa fengið á sig ljósa rjómaáferð, er kókosmjólk, næringargeri, sítrónusafa, salti og hvítlauksdufti bætt í blandarann og öllu blandað vel saman.
  4. Hellið blöndunni í pottinn og látið sjóða í nokkrar mínútur, þar til sósan fer að þykkna. Ekki sjóða hana of lengi, þá geta myndast kögglar. Bætið síðan lauknum og sveppunum við.

Uppskriftina má finna á síðunni www.heilsunamskeid.wordpress.com, sem ég mæli með að þið skoðið. Þar er fullt af góðum vegan uppskriftum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s