Holl og fljótleg sveppasósa

IMG_0370 Þið kannist eflaust við ylminn sem leikur um húsið þegar verið er að útbúa hefðbundinn veislumat. Um leið og þú tekur af þér jakkann og gengur inn veistu hvað er í vændum, veisla! Nú ætla ég að deila með þér leyndarmáli. Ylmurinn er ekki af kjötinu. Hann er af steiktum lauk, sveppum, kryddjurtum og bökuðum kartöflum. Nú þegar þú veist þetta, geturðu poppað upp veislu í kringum hvaða grænmetismat sem er. Fyrsta mál á dagskrá, læra að gera góða sveppasósu. Hér kemur hún… 2,5 dl vatn 2 msk soyasósa 2 msk næringarger, aðskildar 1/4 tsk hvítlauksduft 1/4 tsk laukduft 1/4 tsk engiferduft 3 dl sneiddir sveppir Ítölsk kryddblanda (oregano, basil, rosmarín, timian) 1 dl soyamjólk eða ósæt möndlumjólk 2 msk maísmjöl svartur pipar salt

  1. Hitið vatnið og soyasósuna á pönnu. Bætið við 1 msk af næringargeri, laukdufti, hvítlauksdufti og engifer.
  2. Hitið að suðu og bætið við niðurskornum sveppum. Bætið við ítölsku kryddblöndunni, um það bil 10 skvettur úr kryddstauknum.
  3. Haldið áfram að steikja sveppina á miðlungs hita þar itl þeir verða brúnir og mjúkir, um það bil þrjár mínútur. Á meðan skuluði blanda mjólkinni, maísmjölinu og 1 msk af næringargeri saman í lítilli skál eða glasi.
  4. Hellið blöndunni á pönnuna og hrærið saman. Lækkið hitann og haldið áfram að elda þar til hún sósan þykkist, í um það bil fimm mínútur.
  5. Bætið við svörtum pipar og salti eftir smekk. Einnig má bæta við meiru af ítölsku kryddblöndunni ef ykkur finnst þurfa.
  6. Látið sósuna standa í nokkrar mínútur áður en hún er borin fram.

Uppskriftin er úr bókinni Everyday Happy Herbivore, ein af mínum uppáhalds.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s