Sushi

sushibetriÞað tekur smá tíma að útbúa sushi en er í rauninni sáraeinfalt. Það má nota vörur úr sushihillunni í Bónus eða Krónunni og fylgja leiðbeiningunum. Fyllingin getur verið bökuð sæt kartafla, gúrka, vorlaukur eða avocado.

1 pakki sushihrísgrjón (500gr)
1 pakki nori blöð (5 blöð)
1 lítil flaska hrísgrjónaedik (150ml)
2 tsk sykur
2 tsk salt
hálf lítil sæt kartafla eða 1-2 gulrætur
hálf gúrka eða 1 avocado
1 vorlaukur eða smá graslaukur

Ómissandi meðlæti:
Soyasósa
Sushiengifersneiðar úr krukku
Wasabi krem

Annað meðlæti:
Ég ber stundum fram tilbúnar vegan vorrúllur frá Iceland. Þær þurfa aðeins nokkrar mínútur í ofni. Mér finnst vorrúllur góðar með súrsætri asískri sósu. Það má blanda sósuna með tómatsósu til að hafa hana mildari og sætari.

Tæki:
Sushimotta (keypti mína í bónushillunni)
Beittur hnífur
Bökunarpappír eða eldfast mót til að grilla kartöfluna

  1. Kveikja á ofninum, stilla á 200 gráður.
  2. Setja hrísgrjónin í pott ásamt 700 ml af köldu vatni og kveikja undir hellunni. Láta malla með lokið á í 10 mínútur.
  3. Slökkva á hellunni og láta pottinn standa í 15 mínútur á hellunni. Alls ekki taka lokið af.
  4. Setja hrísgrjónaedikið í lítinn pott ásamt sykrinum og saltinu. Hita blönduna og blanda vel saman við hrísgrjónin í hrísgrjónapottinum.
  5. Skera gúrkuna og vorlaukinn í ræmur og sætu kartöfluna í ca. 1 cm þykkar sneiðar.
  6. Setja kartöflusneiðarnar inní miðjan ofn og baka í ca. 10 mínútur, eða þar til þær verða aðeins mjúkar.
  7. Taka sneiðarnar úr ofninum og skera í ræmur. Skera hýðið af og henda.
  8. Leggja noriblað á sushimottuna og rúlla upp sushiinu skv. leiðbeiningunum á pakkanum.
  9. Skera sushirúllurnar í hæfilegar sneiðar með beittum, blautum hníf.
  10. Berist fram á fati og meðlætið með í litlum skálum. Farið varlega í wasabikremið því það er mjög sterkt. 1/4 dropi er nóg til að brenna sig.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s