Fljótleg ávaxtajógúrt

IMG_0022Það kom mér á óvart hvað þessi þeytingur er líkur jógúrti á bragðið svo ég kalla hann jógúrt. En ólíkt jógúrtinu sem við fáum útí búð er hráefnið ferskt og hér er enginn viðbættur sykur. Ég borða þetta núna í morgunmat í hverri viku.

Í þeytinginn fara:
2 bananar
1-2 dl frosin jarðaber eða bláber. (Það fást lífræn í Góðri heilsu)
2 dl soyamjólk eða möndlumjólk
Ein daðla til að fá sætt bragð (er óþarfi)
Svo finnst mér fallegt að skreyta með hempfræjum, musli eða ferskum ávöxtum.

Aðferð:
1. Setja ávexti í blandara.
2. Hella mjólkinni útá og setja blandarann í gang.
3. Bæta við mjólk ef blandan verður of þykk.
4. Skreyta

Trix: Vinkona mín kenndi mér trix sem fékk mig til að sættast við blandarann minn og nota hann oftar. Eftir notkun skola ég skálina léttilega með vatni. Fylli hana svo með vatni til hálfs og set einn dropa af uppþvottalegi. Set blandarann í gang og læt hann hreinsa sig sjálfan. Svo fær skálin að þorna á viskustykki á eldhúsbekknum þar til næst.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s