Fljótlegur hafra- og chiagrautur

IMG_0307

IMG_0314

IMG_0319Ég á þennan alltaf í ísskápnum sem morgunmat eða snarl. Það tekur ekki nema 5 mínútur að útbúa 3-4 skammta og henda inní ísskáp. Best er að nota ílát með loki sem auðvelt er að grípa með sér. Hugmyndin er frá Oh She Glows.

1 dl haframjöl, ég nota lífræna haframjölið frá Himneskt.
1,5 dl soyamjólk eða möndlumjólk.
1-2 msk chia fræ
c.a 10 rúsínur eða hálfur banani
1/2 tsk vanilluduft
1/4 tsk kanill (má sleppa)

Blandið öllu saman og geymið í ísskáp yfir nótt.
Til að þykkja bætið við chia fræjum og látið sitja í nokkrar mínútur.
Til að þynna bætið við möndlumjólk eða soyamjólk.

Það má leika sér með þessa uppskrift, nota td. aðra ávexti eða ber.
Í stað vanilludufts má nota kanil eða ósætt kakóduft.
Í stað möndlumjólkur má nota hvaða plöntumjólk sem er.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s