Burritos

Burritos eða tortilla vefjur eru í miklu uppáhaldi hjá okkur. Mig langaði að deila með ykkur hvernig maður getur útbúið góðar vefjur án þess að nota kjöt eða mjólkurafurðir. Hér eru nokkrar hugmyndir að fyllingu.

Steikt grænmeti
1 gulur laukur eða rauðlaukur
1/2 zukkini eða nokkrir ferskir sveppir
1/2 – 1 paprika
1 tsk oregano eða ítölsk kryddblanda
1/2 tsk chili

Hrátt grænmeti (má sleppa)
Smátt skorin gúrka eða tómatur
Salatblöð eða spínatblöð

Korn
1-2 dl maískorn
2-3 dl soðin hrísgrjón (má sleppa)

Baunir / portobellosveppir / soyahakk 
1 dós af nýrnabaunum eða svartbaunum (skolið í sigti)
Eða 2 portobellosveppir steiktir í olíu 5 mínútur á hvorri hlið og kryddaðir með salti og pipar.
Eða 1 pakki Tofurkey hakk, steikt á pönnu í 5 mínútur.

Sósur
Salsasósa
Hummus
Avocado

  1. Mér finnst gott að skera grænmetið smátt og steikja uppúr vatni á pönnu. Td. lauk, zukkini, sveppi og papriku. Stundum krydda ég grænmetið aðeins með td. oregano og chili.
  2. Þegar grænmetið er steikt þá helli ég því í skál og bæti við maískorni.
  3. Þvínæst bæti ég við annað hvort baunum, soyahakki eða portobellosveppum.
  4. Ég bæti við soðnum hrísgrjónum ef ég á þau til.
  5. Síðan hita ég eina tortillu í einu á þurri pönnu.
  6. Færi hana yfir á disk og fylli með salsasósu, hummus (má sleppa), blöndunni úr skálinni, hráu grænmeti (má sleppa) og að síðustu avocado.
  7. Rúlla tortillunni saman og borða.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s