Svartbauna og salsasúpa

Þessi súpa gæti ekki verið einfaldari og ódýrari. Hún er líka mjúk, bragðgóð og mettandi, alveg ómissandi í uppskriftasafnið. Uppskriftin er frá Happy Herbivore.

1 dós (400ml) svartbaunir
1 krukka salsasósa td. frá Santa Maria
2 dl vatn
1 grænmetisteningur
1/2 tsk cuminduft
2-3 dl maískorn (ég nota lífræn frosin)
Nokkrir dropar tabasco sósa
Tortilla flögur

  1. Sigtið og skolið svartbaunirnar. Setjið helminginn af þeim í blandara með 2 dl af vatni.
  2. Bætið við salsasósunni, grænmetisteningnum og cuminduftinu.
  3. Blandið þar til mjúkt.
  4. Færið blönduna yfir í súpupott og bætið restinni af svartbaununum útí.
  5. Bætið við maískorninu og tabascosósunni.
  6. Hrærið í súpunni og hitið á lágum hita.

Berið fram og skreytið með tortillaflögum. Einnig má skreyta með söxuðum kóríander og vegan sýrðum rjóma.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s