Spænsk Tortilla (eggjakaka án eggja)

Frá spænska veitingahúsinu Piano í Granada á Spáni
Það vita það kannski ekki margir en það má vel búa til eggjakökur úr kjúklingabaunamjöli (Gram flour) í stað eggja. Aðferðin er alveg jafn einföld og að brjóta egg í skál. Þú setur nokkrar matskeiðar af kjúklingabaunamjöli í skál og hrærir vatni saman við þar til blandan minnir á egg. Svo má setja smá salt og túrmerik útí til að fá gula litinn. Ég á spænska fjölskyldu og okkur finnst Tortilla algerlega ómissandi. Ég reyni oftast að forðast unnar fitur eins og ólífuolíu, ég vil frekar borða fituna í sínu upprunalega formi. En til að fá góða spænska Tortillu þarf að baða sig aðeins í olíunni. Ég reyni að bera Tortilluna fram með stóru salati og fá mér bara litla sneið en það gengur aldrei. Hún er einfaldlega of góð. Eitthvað verður maður nú að leyfa sér : )

1 kg kartöflur
1 laukur
Ólífuolía
1 tsk salt
250 ml kjúklingabaunamjöl (gram flour)

  1. Skerið kartöflurnar og laukinn í þunnar sneiðar.
  2. Steikið kartöflurnar og laukinn í ólífuolíu á pönnu. Notið meðalhita og passið að kartölfurnar verði ekki brúnar heldur mjúkar.
  3. Takið fram skál og blandið þar 250 ml kjúklingamjöli við 1 tsk salt.
  4. Bætið við köldu vatni í skálina og hrærið þar til blandan líkist áferð hrærðra eggja.
  5. Bætið steiktu kartöflunum og lauknum í skálina og hrærið varlega saman.
  6. Þurrkið pönnuna með pappír og hitið meiri ólífuolíu til að steikja bökuna uppúr.
  7. Hellið blöndunni á pönnuna og steikið undir loki þar til kantarnir verða þurrir. Þá er kominn tími til að snúa bökunni.
  8. Takið fram blautan disk, leggjið á pönnuna, snúið pönnunni á hvolf þar til bakan fellur á diskinn.
  9. Mjakið bökunni aftur á pönnuna til að steikja hina hliðina.

Berið fram með stóru salati og njótið. Á suður Spáni er tortilla stundum borðuð sem tapas (millimál) og þá er ekki verra að sötra smá rauðvín með úr litlu staupi. Tortilla er bæði góð heit og köld því hún geymist vel í ísskáp. Hún er stundum notuð sem snarl og jafnvel sett inní samlokur. Hafið engar áhyggjur þótt bakan brotni, hún er alveg jafn góð brotin.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s