Gul linsusúpa

IMG_0202Þessi súpa er í miklu uppáhaldi á mínu heimili svo við eldum hana nokkuð oft. Hún er líka sérlega einföld og ódýr. Ég passa að eiga alltaf rauðar linsur og kókosmjólk í skápunum til að vera sem fljótust að setja saman einfalda og góða rétti eins og þennan. Uppskriftin er úr bókinni Grænn kostur Hagkaupa

¼ bolli vatn til steikingar
1 stk blaðlaukur í þunnum sneiðum
1-2 stk hvítlauksrif
1 tsk karrý
¼ tsk cuminduft
1 tsk lárviðarlauf
2 stk kartöflur í bitum
200 g rauðar linsur
1 lítri vatn
3-4 grænmetistengingar
1 dós (400ml) kókosmjólk

Til skrauts: 3 msk ristaðar möndlur, ferskt kóríander, myntublöð eða klettasalat. Sítrónusneiðar eða limesneiðar.

  1. Skrælið kartöflurnar og skerið í bita, leggið til hliðar.
  2. Hitið ¼ bolla af vatni í potti.
  3. Skerið blaðlaukinn í þunnar sneiðar og saxið hvítlaukinn smátt.
  4. Setjið blaðlaukinn og hvítlaukinn útí heitt vatnið og mýkið í 2 mínútur, bætið við vatni ef þarf svo að laukurinn festist ekki við botninn.
  5. Látið restina af innihaldsefnum í pottinn og sjóðið í um 20 mín, eða þar til kartöflubitarnir og linsubaunirnar eru soðnar.
  6. Berið fram með sítrónusneiðum og cayennapipar, þannig að hver og einn geti bragðbætt sinn súpudisk. Einnig má skreyta með smá ferskum kóriander, ferskri myntu eða þurristuðum möndlum sem hafa verið skornar í bita.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s