Kæru vinir. Hún Ebba Guðný er alger snillingur. Þessi uppskrift er úr bókinni “Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða”. Við erum svo stálheppin að hún eldar súpuna fyrir okkur í þessu fína myndbandi á mbl.is. Horfið endilega á og fræðist. Súpan er einföld, ódýr, holl og góð. Hvað getur maður beðið um meira?
1 laukur (blaðlaukur, rauðlaukur eða gulur laukur)
1 msk paprikukrydd
2 lárviðarlauf
2-3 hvítlauksrif
1 rauð paprika
1 sæt kartafla
1 kúrbítur (zukkini)
2 dl rauðar linsur
1 lítri vatn
400-500 gr tómatar (ferskir, úr dós eða krukku)
1 dós eða um 400 gr kókosmjólk
3 grænmetisteningar eða 3 msk lífrænn gerlaus grænmetiskraftur
- Hitið laukinn og hvítlaukinn í potti í botnfylli af vatni.
- Bætið við 1 msk paprikukryddi og 2 lárviðarlaufum.
- Skerið grænmetið og bætið útí (sæta kartaflan er skræld fyrst).
- Skolið linsurnar og bætið útí.
- Bætið við vatni, kókosmjólk og grænmetiskrafti.
- Sjóðið við lágan hita í 20 mínútur.
- Má mauka með töfrasprota en þarf alls ekki.
…mmmm, eigið góðan dag, bæ 🙂
Auglýsingar