Grænmetislasagna með „kjötsósu“ og cashewosti

Cashew ostur ofan á
1. leggðu 1 poka af cashews hnetum í bleyti í 2-8 klst.
2. Sigtaðu vatnið frá og láttu í blandara með tamari sósu eftir smekk, næringargeri, sítrónusafa, laukdufti, salti og pipar.

Lasagna
4-6 gulrætur
1 laukur eða rauðlaukur
3-5 hvítlauksgeirar
4-5 bollar sojahakk (þegar það er óeldað)
1 rauð paprika
½ bakki af sveppum
¾ stór krukka tómatmauk
Lasagnaplötur að eigin vali. (fínt að nota spelt eða grænar spínatplötur.)
Timian, sjávarsalt, chilikrydd og svartur pipar eftir smekk.

  1. Gulrætur skornar í sneiðar og eldaðar á pönnu á ágætis hita þar til þar til þær eru nánast að verða mjúkar, þá er lauknum bætt út í. Þegar hann er að verða glær þá er bætt við timian og hvítlauk.
  2. Á sama tíma er gott að byrja að sjóða sojahakkið í smá dass af grænmetiskrafti. Tekur lítinn tíma. Fínt að fá upp suðu og hræra svo í því í 1-2 mínútur. Láttu svo í sigti og pressaðu vökvann úr því með skeið eins og þú getur. Bættu sojahakkinu svo út í og meiri olíu eftir smekk. Þar sem einhver bleyta verður eftir í hakkinu er ágætt að hækka hitann aðeins tímabundið til að ná smá steikingu.
  3. Kryddaðu með smá sjávarsalti, chilli-kryddi og pipar eftir smekk.
  4. Nú má bæta út í paprikunni og sveppunum. Einnig er gott að setja smá eggaldinn í blönduna eða annað sem til er í ísskápnum.
  5. Að lokum er tómatjukkinu bætt útí og hrært áður en sett er ofan í form á milli lasagna platna.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s