Ghana Palak Masala

IMG_0408

Chana Palak Masala er einskonar indversk súpa með kjúklingabaunum og spínati. Kryddblandan gefur alveg einstakt bragð sem fær mann til að fá sér aftur og aftur á diskinn. Þetta er einn af þessum sniðugu réttum sem hægt er að setja saman á tíu mínútum úr því sem til er í skápunum. Rétturinn er fyrir 2-3. Uppskriftin er frá Happy Herbivore 

1 lítill laukur
2 hvítlauksrif
1 dós heilir tómatar (eða í bitum) með safa 1 dós kjúklingabaunir, vatnið sigtað frá.
2-3 lúkur af fersku spínati (ég kaupi ferskt og geymi í frysti)
1 bolli vatn (2,5 dl)
1 grænmetisteningur
½ tsk cumin ½ tsk kóríanderduft
½ tsk milt karrý
½ tsk turmerik
¼ tsk engiferduft
Rauðar chiliflögur eftir smekk
½ -1 tsk garam masala
1 tsk sítrónusafi ef vill

 1. Takið fram kryddstaukana svo það þurfi ekki að leita að þeim síðar.
 2. Hitið laukinn og hvítlaukinn í smá vatni í súpupotti þar til hann verður glær. Um 3 mínútur.
 3. Bætið tómötum, kjúklingabaunum, 1 bolla af vatni og grænmetisteningi í pottinn.
 4. Bætið við spínati, lokið pottinum og hitið í 4 mínútur eða þar til spínatið verður mjúkt.
 5. Hrærið í pottinum með sleif og brjótið tómatana í bita.
 6. Bætið við cumin, kóríanderdufti, karrý, turmeric, engifer og chili. Sjóðið í 3 mínútur.
 7. Á meðan gangið frá öllum kryddunum aftur í skápinn, nema garam masala.
 8. Bætið 1/2 – 1 tsk garam masala í pottinn og sjóðið í 2 mínútur í viðbót.
 9. Slökkvið á hellunni og látið réttinn sytja í 5 mínútur til að kryddin nái að vinna sinn galdur.
 10. Smakkið og saltið pínulítið ef þarf.
 11. Berið fram með brauði og góðu vegan áleggi eins og grænu pestói, avocado eða smurosti.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s