Spaghetti bolognese

Þegar ég ákvað skipta yfir í vegan eldamennsku saknaði ég spaghettis með kjötsósu. Þessi spaghettiréttur kemur algerlega í staðinn fyrir gömlu feitu kjötuppskriftina mína. Í stað linsubauna má nota steikt soyahakk, ég hef prufað td. Tofurky hakk frá Góðri heilsu og fannst það mjög gott.

Aðlagað frá Ebbu Guðnýju www.pureebba.com

Soðið spelt spaghetti
¼ bolli vatn
1 stór laukur
3 hvítlauksrif
2 lárviðarlauf
2 tsk oregano
1 tsk basil
1 tsk sjávarsalt
Smá pipar
1 lítil, sæt kartafla eða 3 gulrætur
100 gr brúnar linsur (þessar litlu sem þarf að sjóða aðeins í 20 mínútur).
1 dós tómatar eða 1 glerkrukka maukaðir tómatar (400-500 gr)
1 dós kókosmjólk
3 msk tómatpúrra
1 grænmetisteningur

  1. Þvoið sætu kartöfluna, skrælið og skerið í bita. Leggið til hliðar.
  2. Hitið laukinn, hvítlaukinn, lárviðarlaufin, oregano, basil, sjávarsalt og pipar í potti í botnfylli af vatni í 5-10 mínútur.
  3. Bætið við vatni ef blandan fer að þorna og festast við botninn.
  4. Bætið sætu kartöflunni í pottinn og látið malla í 1 mínútu.
  5. Vigtið linsurnar og skolið í sigti.
  6. Bætið linsum, tómötum, kókosmjólk, tómatmauki og grænmetisteningum í pottinn.
  7. Sjóðið í 30 mínútur.
  8. Þegar aðeins 10 mínútur eru eftir að suðutímanum, sjóðið spaghetti skv. leiðbeiningunum í öðrum potti.

Rétturinn er borinn fram með salati, brauði og pesto.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s