Rautt linsubauna Dahl

Þetta Dahl er reglulega í matinn hjá okkur. Ég passa mig að eiga alltaf rauðar linsubaunir, tómatmauk og krydd í búrskápnum, þá þarf ég ekkert nema 1 tómat og 1 lauk til að geta hrist fram dýrindiskvöldmat. Við berum réttinn fram með soðnu bulghur, quinoa eða hýðishrísgrjónum. Uppskriftin er frá Happy herbivore.

Laukur
¼ bolli vatn eða meira
1 lítill laukur
2 hvítlauksrif

Kryddblanda
1 tsk turmerik
1 tsk cumin
1 tsk paprika
1 msk engiferduft

Ýmislegt
½ bolli (120 gr) rauðar linsur
2 bollar vatn
1 grænmetisteningur
1 niðurskorinn tómatur
5 msk tómatmauk
1 msk kóríanderduft

Kryddum í lokin
2 tsk garam masala
Smá salt, svartur pipar og cayenne pipar

  1. Sjóðið bulghur eða hýðishrísrjón skv. leiðbeiningum á pakkanum og leggið til hliðar.
  2. Kryddblandan: Setjið turmeric, cumin, papriku og engifer í litla skál og leggið til hliðar.
  3. Skerið laukinn og hvítlaukinn í litla bita og hitið í potti í ¼ bolla af vatni þar til laukurinn verður glær.
  4. Bætið kryddblöndunni í pottinn og eldið í 2 mínútur. Bætið við vatni ef þarf.
  5. Bætið við linsubaunum, grænmetisteningi, 2 bollum af vatni, tómatpúrré og 1 msk af kóríanderdufti. Hrærið saman.
  6. Skerið tómatinn í bita og bætið útí.
  7. Hitið að suðu, lækkið svo hitann og sjóðið í 15 mínútur eða þar til linsurnar eru soðnar.
  8. Bætið við 2 tsk garam masala og takið pottinn af hellunni.
  9. Bætið við salti, svörtum pipar og cayenne pipar eftir smekk.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s