Pakistanskur pottréttur

Þessi heiti réttur er tilvalinn á köldu vetrarkvöldi því hann er bragðmikill og mettandi. Þetta er eini rétturinn sem ég nota kardimommuduft í en það gefur alveg einstakt framandi bragð.

Aðlagað úr bókinni Grænn kostur Hagkaupa

Meðlæti
1 bolli basmati hrísgrjón og ferskt salat

Krydd
1 tsk engifer (eða 1 tsk rifin engifrerrót)
1 msk karrý
1 tsk chillipipar
1 tsk sjávarsalt
1 tsk cuminduft
1 tsk kóríanderduft
1 tsk kardimommuduft

Laukur
½ bolli vatn
1 stk stór laukur
2 stk hvítlauksrif

Grænmeti
3 dl kókosmjólk
3 stk gulrætur
2 stk kartöflur
½ stk blómkálshöfuð
250 gr frosnar grænar baunir

Til skrauts
½ búnt ferskt kóríander

 1. Sjóðið basmati hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum.
 2. Blandið kryddunum saman í bolla eða litla skál.
 3. Skerið gulrætur í sneiðar og kartöflurnar og blómkálið í bita. Leggið til hliðar.
 4. Hitið ½ bolla af vatni í potti.
 5. Skerið laukinn í þunnar sneiðar og saxið hvítlaukinn.
 6. Setjið laukinn og hvítlaukinn í pottinn og mýkið.
 7. Setjið kryddblönduna útá laukinn og látið malla í 2 mínútur, bætið við smá vatni ef þarf.
 8. Bætið kókosmjólkinni útí og hrærið vel í pottinum. Setjið lok á pottinn og látið krauma í um 5 mínútur.
 9. Bætið grænmetinu útí og hrærið vel.
 10. Setjið lokið á pottinn og sjóðið í 10 mínútur eða þar til grænmetið verður meyrt.
 11. Bætið við salti ef þarf. Skreytið með fersku kóríander og berið fram með basmati hrísgrjónum og fersku salati.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s