Þessi réttur er ótrúlega einfaldur, fljótlegur og bragðgóður. Það er svo gott að geta dregið hann fram úr skápunum þegar gleymst hefur að versla í matinn. Ég á alltaf núðlupakka, frosið grænmeti og viðeigandi sósur í skápunum til að bjarga okkur fyrir horn á annríkum dögum. Eldunartíminn er undir 10 mínútum svo það er ekki verra. Uppskriftin er frá Happy Herbivore.
Núðlur
½ -1 pakki thai núðlur
Grænmeti
Frosin asísk grænmetisblanda, eða þín uppáhalds blanda.
Sósa
4 msk soyasósa
2 msk lífrænt hnetusmjör
2 msk asísk súrsæt sósa
½ tsk hvítlauksduft
½ tsk engiferduft
½ tsk tabascosósa
Ofaná ef vill
1-2 lúkur baunaspýrur
Salthnetur og lime bátur
- Hrærið sósuna saman með gaffli í lítilli skál.
- Sjóðið núðlurnar skv. leiðbeiningum á pakkanum, c.a. 6 mínútur.
- Þegar 2 mínútur eru eftir, setjið frosna grænmetið útí pottinn.
- Hellið núðlunum og grænmetinu í stórt sigti yfir vaskinum og skolið lítillega með köldu vatni.
- Setjið aftur í pottinn og hrærið sósunni saman við.
Ef ykkur finnst vanta meiri sósu, hrærið í nýja og hellið útá.
Skreytið að vild.