Afrískur pottréttur

Aðlagað úr bókinni Grænn kostur Hagkaupa

Þetta er einn af fyrstu grænmetisréttunum sem ég prufaði að elda og ég fékk algert æði fyrir honum. Þessi pottréttur er bestur daginn eftir eldun og það er auðvelt að frysta hann. Í stað gulróta má líka nota sætar kartöflur eða grasker (butternut squash). Mér finnst gott að bera hann fram með avocadosneiðum og brauði til að kæla aðeins bragðlaukana. Annars er hann bara fínn einn og sér.

½ bolli vatn
1 stk laukur
1 tsk chiliflögur eða 1 stk ferskt chilialdin
1 msk milt vegan karrímauk (fæst i Heilsuhúsinu)
2-3 msk tómatmauk
3 stk gulrætur (eða sæt kartafla, eða grasker)
2 stk sellerístilkar (má sleppa)
1 stk blómkálshöfuð
1 stk græn paprika
1 dós (400 gr) kókosmjólk
1 dós (400 gr) niðursoðnir tómatar
2 stk grænmetisteningar
1 dós nýrnabaunir eða um 400 gr soðnar.

  1. Skolið nýrnabaunirnar í sigti og látið til hliðar.
  2. Skerið grænmetið (nema laukinn) í bita og leggið til hliðar.
  3. Skerið laukinn og mýkið í potti í vatninu. Bætið við vatni ef þarf, svo að laukurinn festist ekki við botninn.
  4. Bætið chili, karrýmauki og tómatmauki í pottinn og steikið í 2-3 mínútur.
  5. Setjið allt grænmetið útí pottinn og hrærið því vel saman við kryddið.
  6. Takið pottinn af hellunni og bætið kókosmjólk, niðursoðnum tómötum, nýrnabaunum og grænmetisteningunum útí.
  7. Sjóðið í 20-30 mínútur og saltið eftir smekk. Því lengur sem rétturinn fær að sjóða, því betri verður hann.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s